Þjónusta
Hér geturðu séð hvernig lestur er í boði og fundið hvað hentar þér best. Ef þú ert ekki viss um hvað þú ættir að panta eða þú hefur áhuga á þjónustu sem er ekki listuð hér, hafðu endilega samband og við skoðum það saman.
Lesturinn er í boði á sveigjanlegu verði (e. sliding scale). Fyrsta talan er það verð sem ég mæli með, en innan sviga kemur svo það verðbil sem ég samþykki.
Ég spyr aldrei um ástæður þess hvaða verð fólk velur að borga, svo ef þú þarft á lægra verði að halda af hvaða ástæðum sem er, endilega borgaðu bara það sem þú ræður við. Á móti biðla ég til þeirra sem hafa meira á milli handanna að íhuga að borga aðeins hærra en viðmiðunarverðið til að koma til móts við þau sem eiga minna.
Fyrir stjörnukorta- og rúnalestur þarf ég a.m.k. fimm daga fyrirvara til þess að undirbúa mig og finna tíma til að sitja með kortinu/rúnunum í næði. Lestur í spil þarfnast minni undirbúningstíma og getur því hentað ef þér liggur á að fá svör.
Grunnlestur
Grunnlesturinn er frábær fyrir þau sem hafa ekki fengið stjörnukortalestur áður eða langar að kynnast kortinu sínu án þess að vera með ákveðna spurningu í huga. Hér förum við saman yfir kortið þitt, hvað húsin og himintunglin þýða fyrir þig og tengjum við þínar upplifanir í gegnum lífið.
Lesturinn fer fram í gegnum samtal í eigin persónu eða gegnum vídjóspjall/síma, og tekur u.þ.b. klukkutíma. Innifalið er teikning af kortinu þínu og upptaka af spjallinu okkar fyrir þig til að eiga.
Verð: 10.000 (7-12.000)
Breytingar
Ef þú ert að finna fyrir miklum breytingum eða óvæntum aðstæðum í lífinu þínu getur þessi lestur hjálpað þér að ná jafnvægi aftur. Við förum yfir hvað hefur verið að gerast, hversu langan tíma það er líklegt til að taka og hvað þú getur gert til þess að komast í gegnum það sem eftir er.
Lesturinn fer fram í gegnum samtal í eigin persónu eða gegnum vídjóspjall/síma, og tekur u.þ.b. 90 mínútur. Innifalið er teikning af kortinu þínu og upptaka af spjallinu okkar fyrir þig til að eiga.
Verð: 12.000 (9-15.000)
Þessi lestur hjálpar þér við að finna og rækta þína eigin styrkleika og finna markmið sem henta þér. Hver eru gildi þín í lífinu? Áttu þér langtímamarkmið? Veistu hver tilgangur þinn er? Ef þú átt erfitt með að svara þessum spurningum getur þessi lestur hjálpað.
Lesturinn fer fram í gegnum samtal í eigin persónu eða gegnum vídjóspjall/síma, og tekur u.þ.b. 90 mínútur. Innifalið er teikning af kortinu þínu og upptaka af spjallinu okkar fyrir þig til að eiga.
Verð: 12.000 (9-15.000)
Nýtin stjörnuspeki
Langar þig að læra hvernig þú getur nýtt stjörnuspeki í þínu daglega lífi? Í þessum lestri förum við yfir það hvernig þú getur fylgst með hreyfingum plánetanna og hvernig það birtist í þínu eigin korti svo þú getir haldið áfram að læra á eigin spýtur.
Lesturinn fer fram í gegnum samtal í eigin persónu eða gegnum vídjóspjall/síma, og tekur allt að 2 klst. Innifalið er teikning af kortinu þínu og upptaka af spjallinu okkar fyrir þig til að eiga.
Verð: 15.000 (12-18.000)
Afmæliskort
Afmæliskort er frábær afmælisgjöf, en þá skoða ég Sólarendurkomuna þína og skrifa niður helstu þemu næsta afmælisárs út frá Tímatækni forn grikkja. Einstök tækifærisgjöf hvort sem er fyrir þig eða ástvini.
Þessi lestur er einungis skrifaður niður og innifelur ekki spjall. Hægt er að nálgast kortið hjá mér útprentað eða fá afhent rafrænt. Veldu að fá teikningu af fæðingarkortinu með fyrir aðeins 2.000kr. aukalega.
Verð: 7.000 (5-9.000)
Spurningin
Þessi lestur fókusar á ákveðna spurningu sem þú hefur, til dæmis varðandi flutninga, atvinnutilboð, sambandsmál, ferðalög o.s.frv. Hér förum við ekki yfir allt kortið í heild, heldur skoðum aðeins það sem snertir spurninguna þína.
Lesturinn fer fram í gegnum samtal í eigin persónu eða gegnum vídjóspjall/síma, og tekur allt að klukkutíma. Innifalin er upptaka af spjallinu okkar fyrir þig til að eiga.
Verð: 7.000 (5-9.000)
Spilin sem ég les eru svokölluð Víkingakort, en þau koma frá ömmu minni, sem fékk þau að gjöf frá höfundi skömmu eftir að þau komu út árið '93. Þau eru því aðeins öðruvísi en t.d. tarot spil en hafa virkað mjög vel fyrir mig eins og þau gerðu fyrir ömmu mína. Almennt legg ég niður fimm spil til að lesa hvar þú ert núna, veganesti úr fortíðinni og hvað þú þarft að fókusa á til að ná markmiðum þínum.
Lesturinn fer fram í gegnum samtal í eigin persónu eða gegnum vídjóspjall/síma, og tekur u.þ.b. hálftíma. Innifalin er upptaka af spjallinu okkar fyrir þig til að eiga.
Lestur í spil
Verð: 7.000 (5-9.000)
Rúnalestur
Rúnalestur er ekki nákvæmur á sama hátt og stjörnuspeki, en getur hjálpað þér að fá tilfinningu fyrir samhengi hlutanna eða þeim valmöguleikum eða leiðum sem eru í boði. Rúnirnar sem ég les í eru byggðar á eldri fuþark rúnaletrinu og eru hannaðar af mér. Ég kasta rúnunum fyrirfram og sit með þeim, síðan spjöllum við saman um hvað kemur upp.
Lesturinn fer fram í gegnum samtal í eigin persónu eða gegnum vídjóspjall/síma, og tekur allt að klukkutíma. Innifalin er upptaka af spjallinu okkar fyrir þig til að eiga og mynd af rúnunum.